Um skólann

Einkunnarorð skólans eru vinátta – gleði – virðing.

Þjórsárskóli er grunnskóli fyrir 1.- 7. bekk. Í upphafi skólaársins 2022-2023 eru 41 nemendur í skólanum, sem er kennt í fjórum kennsluhópum. Samkennsla er í 1.-2. bekk, 3.-4. bekk, 5.-6. bekk og 7. bekk er kennt sér.  Hópunum er einnig skipt í hópa í list- og verkgreinum og ákveðnum kennslustundum.

Í Þjórsárskóla leggjum við áherslu á umhverfið og höfum það að yfirmarkmiði að skila landinu til komandi kynslóða í betra ástandi en við tókum við því. Þjórsárskóli er opinn skóli sem byggir á heildstæðri kennslu með útikennslu, kennslu í þjóðskóginum, nýsköpun og almennt verklegu námi. Þannig er stefnt að því að fjölbreytileiki í kennslu verði áberandi þrátt fyrir að skólinn sé heimilislegur þar sem gleði virðing og samvinna einkenna starfið. Við leggjum áherslu á að öllum líði vel, allir öðlist sterka samkennd, siðvitund og að allir fái notið sín í námi við hæfi. Við viljum hafa það að leiðarljósti að hver nemandi geti þroskað getu sína og hæfileika út frá sínum forsendum og stefnum að því að námið verði einstaklingsmiðaðra þannig að nemendur læri að setja sér markmið beri ábyrgð á námi sínu og sýni sjálfstæði í vinnubrögðum.
Skólinn er staðsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Árnesi.
Skólastjóri er Bolette Høeg Koch
Þjórsárskóli
Árnesi
804 Selfoss
Símanúmer:
Kennarastofa – 486-6000,
Skólastjóri – 486-6051, Gsm: 895-9660

Algengir hlekkir

Almennar upplýsingar