Oft er líf og fjör á skólalóðinni. Margir skemmtilegir leikir í gangi. Einn af þeim leikjum sem þykja skemmtilegir á haustin er smalaleikur. Því þótti Lilju smíðakennara og Elínu útinámskennara tilvalið að búa til hest með nemendum úr efniviði úr skóginum. Eins og sést á myndinni er klárinn fangreistur og vel hægt að fjölmenna á hann.
Miðvikudagur 20. janúar - Tónlistarskóli Árnessýslu kemur með kynningu fyrir 1. og 2. bekk.
Muna að hafa börnin klædd eftir veðri þar sem við erum mikið úti.