Skólastarf fellur niður í dag 11.des. vegna veðurs

Mánudagur 9. desember - Jólasveinahúfur

Miðvikudaginn 11. desember - Kynning frá tónlistarskólanum 1.-2.bekkur

Fimmtudagur 12. desember - Kirkjuheimsóknir

 

Þriðjudagur 3. desember - Brautarholtssund 6. og 7. bekkur

Miðvikudagur 4. desember - Jólaferð í skóginn

Fimmtudagur 5. desember - Skólahópur Leikholts með 1. og 2. bekk fram að hádegi. 

 

Við fórum í árlegu jólaferðina okkar í skóginn 4. desember. Veðrið var stillt og fallegt og nýfallinn snjór yfir öllu. Jólasveinninn tók á móti okkur við skýlið þegar við komum og við dönsuðum kringum jólatré og sungum jólalög. Síðan fórum við á jólastöðvar í ratleik og þrautir þar sem þemað var jólasveinarnir 13. Bakaðar voru lummur og allir fengu heitt kakó.

 

Fyrsti sunnudagur í aðventu var 1.desember og þá tókum við þátt í árlegri skemmtun í Árnesi. Þar léku börnin helgileik og sungu lög sem þau hafa verið að æfa í tónmennt. Einnig sungu þau Fögur er foldin með kirkjukórurum í sveitinni. Sóknarnefndin bauð síðan gestum upp á kaffiveislu. Hátíðleg stund sem markar upphaf jólaundirbúnings hjá mörgum í sveitinni.