Þorri-1 

Veðrið þessa dagana minnir alls ekki á kvæði Kristjáns Fjallaskálds:

Nú er frost á Fróni

frýs í æðum blóð

kveðjur kuldaljóð

Kári í jötunmóð.

Nú hafa kennarar frætt nemendur í öllum bekkjum skólans um þorramat og boðið þeim að smakka. Nemendur eru mishrifnir en sumir borða með bestu lyst.

Í framhaldi af fræðslunni er síðan þorramatur á boðstólnum á morgunverðarhlaðborðinu.

 

Aðventukvöld

Annan sunnudag í aðventu vorum við með hið árlega aðventukvöld skólans. Þetta árið var skemmtunin í Árnesi þar sem börnin sungu jólalög og léku helgileik fyrir gesti. Fermingarbörn voru einnig með upplestur og kirkjukórinn söng nokkur lög. Fallegt kvöld sem hjá mörgum í sveitinni er orðinn fastur liður í undirbúningi jólanna.

 

5.6.og 7. bekkur fóru ásamt kennurum sínum Bolette og Hafdísi upp á Skaftholtsfjall fimmtudaginn 12 maí. Tilgangur ferðarinnar var að lagfæra tilraunareitina okkar og bera skít á ákveðna reiti.  Í fjallinu hittu okkur fulltrúar Landverndar og Landgræðslu. Nemendur gengu frá skólanum og veðrið lék við okkur.  Við byrjuðum á því að nemendum var skipt í hópa.  Hóparnir settu nýtt band umhverfis hvern reit og ný flögg og svo nýjar spýtur ef þær gömlu voru orðnar lúnar.  Síðan var skít dreift á ákveðna tilraunareiti. Nemendur voru röggsamir og vinnan gekk fljótt og vel fyrir sig.  

 

Dagur isl tungu1  Dagur isl tungu2

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 16. nóvember með skemmtun í Árnesi. Nemendur sungu, fóru með ljóð um náttúruna og Þjórsárskóli tók á móti Grænfánanum í 7 skipti. Í lokin var síðan danssýning þar sem nemendur skólans sýndu gestum hvað þeir höfðu lært í danstímum hjá Silju í haust. 

 

Þessa vikuna eru nemendur í 6. og 7. bekk skólans á Reykjum. Allt gengur ljómandi vel og við fáum síðan ferðasögu eftir helgi.